Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Straumhvörf í upplýsingum um náttúrulegan jarðhita á yfirborði 

Straumhvörf í upplýsingum um náttúrulegan jarðhita á yfirborði 

19 nóvember 2024
Straumhvörf í upplýsingum um náttúrulegan jarðhita á yfirborði 

Orkustofnun hefur birt skýrsluna „Stafrænt jarðhitakort af Íslandi og gagnasafn um jarðhita eftir Helga Torfason, jarðfræðing. Skýrslan fjallar um náttúrulegan jarðhita á landinu og er lýsing á gagnasafni um jarðhita sem skoða má á vefsíðu stofnunarinnar, en nákvæmt stafrænt kort yfir jarðhita er tengt skýrslunni. Gagnasafnið geymir mikilvægar upplýsingar sem mun nýtast við skipulagningu og nýtingu jarðhita, og mun væntanlega bæta vinnu við ákvarðanir stjórnvalda og hitaveitna varðandi nýtingu og náttúruvernd, en fjölmörg jarðhitasvæði eru áhugaverðir staðir fyrir ferðamenn. 

Jarðhiti er greindur í tvo flokka, reiti með 500 m radíus og þyrpingar sem eru innan reitanna og lýsa jarðhita og hafa 50 m radíus. Alls eru um 2.400 þyrpingar jarðhita um land allt og hafa nú verið skráðar með ítarlegri hætti en áður. Stutt lýsing er á hverjum jarðhitastað og eru gögn þessi nú öllum aðgengileg í kortasjá Orkustofnunar. 

Gögn um reiti og þyrpingar eru skráð og er notast við einfalt númerakerfi sem einnig mætti nota til að flokka og skrá önnur gögn eins og t.d. nytjavatn.  Grundvöllur gagnasafnsins er umfangsmikil heimildarvinna og er vísað til heimilda fyrir alla staðina. Verkefnið var unnið í samstarfi við Landmælingar Íslands. 

Gerður er greinarmunur á hverum og laugum, ölkeldum og svæðum þar sem jarðhitakerfi hafa fundist með borunum en hafa ekki sjáanleg ummerki á yfirborði, þ.e. hulin jarðhitasvæði. Gagnasafnið hefur auk þess verið samtvinnað við orkuspá Orkustofnunar, sem skiptist í raforkuspá, orkuskiptaspá og jarðvarmaspá. Þannig má skilgreina mögulega aukningu í virkjun jarðhita og hagkvæmni þess að nýta hann á ýmsan hátt.