Uppbyggingasjóður EES
Orkustofnun er umsjónaraðili með umsóknum og styrkjum á sviði endurnýjanlegrar orku og umhverfis- og loftslagsmála innan Uppbyggingarsjóðs EES-samningsins, sem rekinn er af skrifstofu sjóðsins í Brussel, Financial Mechanism Office (FMO). Núverandi áætlun sjóðsins nær yfir tímabilið 2014–2021. Uppbyggingarsjóðurinn veitir styrki til verkefna í 16 löndum í Austur- og Mið-Evrópu, auk Portúgals og Spánar. Orkustofnun er umsjónaraðili með verkefnum á sviði endurnýjanlegrar orku og umhverfis- og loftslagsmála í Póllandi og endurnýjanalegrar orku í Rúmeníu og Búlgaríu.
Endurnýjanleg orka minnkar gróðurhúsaloftegundir og vinnur gegn hlýnun jarðar
Eitt af helstu markmiðum Uppbyggingarsjóðs EES á sviði endurnýjanlegrar orku er að efla orkuöryggi, draga úr losun á gróðurhúsaloftegundum og bæta umhverfisatriði í viðkomandi löndum, m.a. með því að nýta endurnýjanlega orku í stað jarðefnaeldsneytis. Orkustofnun hefur aðstoðað við áætlun einstakra landa, í formi stuðnings við hönnun og útfærslu áætlana og eftirlits með framkvæmd, m.a. með kynningum á viðkomandi verkefnum á Íslandi og í viðkomandi löndum, aðstoð við uppbyggingu tengsla á milli landa og leiðbeiningum til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga á Íslandi. Frekari upplýsingarmá sjá á vefsíðu FMO í Brussel og á vefsíðu um lönd og verkefni.