Vinna við nýja heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar er í gangi. Heimasíða Orkustofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.“

Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Raforkuspá

Raforkuspá Orkustofnunar er endurreiknuð árlega en stærri útgáfa kemur út á fimm ára fresti.

Grunnspá segir til um væntanlega þróun í raforkunotkun miðað við fyrirliggjandi gögn. Ávallt er stuðst við sömu aðferðafræði í grunnspá; ekki er tekin inn aukning hjá stórnotendum fyrr en að samningar liggja fyrir og er því sjónum að mestu beint að almennri raforkunotkun heimila og Í grunnspá er litið til hóflegs vaxtar í umsvifum og núverandi þróunar í orkuskiptum (e. business as usual). Miðað er við miðspá í mannfjölda og komu ferðamanna. Vöxtur stórnotkunar í grunnspá fylgir svipuðum vexti og undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að rafeldsneyti verði innflutt á tímabilinu þar sem ekki eru staðfest áform um framleiðslu

Í háspá er gert ráð fyrir auknum umsvifum í stórnotkun og miðað við háspár um mannfjölda og komu ferðamanna. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir hraðari orkuskiptum. Rafeldsneyti að hluta útflutt en árið 2050 er framleiðsla til jafns við eftirspurn í innanlands- og millilandanotkun. ​

Raforkuspár frá árinu 1992