Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Álestur rafmagnsmælis

Dreifiveita skal lesa á mæla hjá almennum notendum að lágmarki fjórða hvert ár. Dreifi­veita skal engu að síður afla upplýsinga um mælistöðu árlega.

Almennum notanda ber að skila árlega til dreifiveitu upplýsingum um mælistöður allra mæla sem skráðir eru í tengisamningi, fari dreifiveita fram á það.

Almennur notandi getur, gegn greiðslu aukagjalds, krafist aukaálestrar og uppgjörs miðað við mælda notkun.

Einnig á að vera hægt að senda inn aukaflestur t.d. ef notkun breytist.

Dreifiveita les á rafmagnsmæli:

  • á fjögurra ára fresti í það minnsta eða 
  • ef notandi skiptir um raforkusala eða
  • ef notandi flytur úr íbúð eða húsi eða
  • ef skipt er um rafmagnsmæli.

Raforkan er mæld í rafmagnstöflu sem gjarnan er að finna á jarðhæð eða kjallara húsnæðis.

Dreifiveitur hafa hafið uppsetningu á snjallmælum hjá kaupendum raforku. Snjallmælar mæla notkun raforku í rauntíma. Búast má við breytingum á regluverki um álestur rafmagnsmæla eftir því sem verkefninu vindur fram.

Heimild: Reglugerð nr. 1150/2019 um raforkuviðskipti og mælingar.