Álestur rafmagnsmælis
Dreifiveita skal lesa á mæla hjá almennum notendum að lágmarki fjórða hvert ár. Dreifiveita skal engu að síður afla upplýsinga um mælistöðu árlega.
Almennum notanda ber að skila árlega til dreifiveitu upplýsingum um mælistöður allra mæla sem skráðir eru í tengisamningi, fari dreifiveita fram á það.
Almennur notandi getur, gegn greiðslu aukagjalds, krafist aukaálestrar og uppgjörs miðað við mælda notkun.
Einnig á að vera hægt að senda inn aukaflestur t.d. ef notkun breytist.
Dreifiveita les á rafmagnsmæli:
- á fjögurra ára fresti í það minnsta eða
- ef notandi skiptir um raforkusala eða
- ef notandi flytur úr íbúð eða húsi eða
- ef skipt er um rafmagnsmæli.
Raforkan er mæld í rafmagnstöflu sem gjarnan er að finna á jarðhæð eða kjallara húsnæðis.
Dreifiveitur hafa hafið uppsetningu á snjallmælum hjá kaupendum raforku. Snjallmælar mæla notkun raforku í rauntíma. Búast má við breytingum á regluverki um álestur rafmagnsmæla eftir því sem verkefninu vindur fram.
Heimild: Reglugerð nr. 1150/2019 um raforkuviðskipti og mælingar.